ARLIS/Norden - Art Libraries Society Norden - eru samtök norrænna listbóksafna. Samtökin voru stofnuð 1986. ARLIS/Norden er aðili að Section of Art Libraries, sem er deild innan IFLA (International Federation of Library Associations and Institutions ) alþjóðasambands bókasafna, ásamt fjölda skyldra samtaka víða um heim.
Markmið
Tilgangur ARLIS/Norden er að efla fagkunnáttu í norrænum listbókasöfnum. Í samtökunum eru bókasöfn á sviði myndlistar, listiðnaðar, hönnunar, byggingarlistar, ljósmyndunar og skyldra greina. Á vettvangi ARLIS/Norden gefst félögunum tækifæri til þess að sinna sameiginlegum málefnum sínum. Samtökin miðla upplysingum og mynda tengsl milli félaganna. Þau sinna hagsmunum þeirra með endurmenntun, námskeiðahaldi, rannsóknum, og útgáfustarfsemi á faglegum grunni.
Starfsemi
Norðurlöndin fimm sjá til skiptis um ársfund samtakanna, sem stendur venjulega í 2-3 daga og er ákveðið efni tekið til umfjöllunar hverju sinni. Á ársfundunum gefst félögunum gott tækifæri til þess að ræða saman, skiptast á skoðunum, auk þess sem farið er í kynningarferðir. Auk ársfundanna starfar hver landshópur fyrir sig og hittist regulega.
ARLIS/Norden samtökin taka virkan þátt í alþjóðlegri samvinnu listbóksafna, bæði alþjóðlegum ráðstefnum IFLA og einstökum ráðstefnum á vegum Section of Art Libraries og ARLIS hópa hvers lands fyrir sig.